Innlent

Dæmd fyrir að aka unnustann niður

Frá Flúðum.
Frá Flúðum. Mynd/Stefán Karlsson

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag tvítuga konu sem ók á unnusta sinn við tjaldmiðstöðina á Flúðum, til að greiða 130 þúsund krónur í sekt og svipti hana ökuréttindum í eitt ár.  Konan játaði að hafa ekið drukkinn en neitaði að hafa vísvitandi keyrt á unnusta sinn. Sagðist hún aðeins muna að hafa rífst við hann og farið hágrátandi í bifreið sína og ekið af stað. Unnustinn reyndi að hindra förina en þá ók kærastan hann niður. Dómnum þótti ekki sannað að ákærða hefði vísvitandi ekið á unnustann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×