Innlent

Tveir bílar fóru útaf í Víðidal

Einn ökumaður slapp lítið meiddur og annar ómeiddur þegar þeir misstu báðir bíla sína út af veginum í Víðidal í Húnavatnssýslu í gærkvöldi, í fljúgandi hálku. Óhöppin urðu með skömmu millibili og nánst á sama stað. Annar bíllinn er gjör ónýtur og þykir mikið lán að ökumaður hans skuli ekki hafa meiðst mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×