Innlent

Áhyggjulaus um hagsmunaárekstur

Þau sem keppa um fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík verja hvert um sig um fimm milljónum króna til baráttunnar. Þau hafa ekki áhyggjur af hagsmunaárekstri þó meðal stuðningsaðila þeirra sé fjöldi fyrirtækja.

Búist er við að um átta þúsund manns taki þátt í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík nú um helgina en atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í dag og þau sem keppa um fyrsta sætið voru á þönum. Steinunn Valdís lá í símanum fyrri part dags og dagskráin framundan var þétt. Dagur B. Eggertsson flengdist á milli félagsmiðstöðva eldri borgara og hefur nú heimsótt þær allar í atkvæðaleit. Stefán Jón var líka á þönum en öll segjast þau verja um fimm milljónum króna í kosningabaráttuna, sem að stærstum hluta eru fengnar með framlögum, meðal annars frá fyrirtækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×