Innlent

Líkamsárás dæmd lögmæt

Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjaness.
Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjaness. Mynd/Stefán Karlsson

Þrítugur Pólverji var í dag sýknaður af ákæru um líkamsárás fyrir Héraðsdómi Reykjaness þar sem árás hans á 29 ára Íslending, sem átti sér stað aðfaranótt 9. nóvember 2005, var dæmd lögmæt og þar með refsilaus.

Pólverjinn viðurkenndi að hafa slegið Íslendinginn höggum í líkama með skóhillu úr tré og slegið hann hnefahöggi í andlit svo hann hlaut nefbrot, en dómari lagði trúnað á framburð Pólverjans um að Íslendingurinn hafi haft í frammi ógnandi háttsemi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×