Krónan helsta útflutningsvaran 25. janúar 2006 21:39 Kristján L. Möller í ræðustól á Alþingi. MYND/GVA Krónan er orðin helsta útflutningsvara Íslands, segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sem óttast að frekari vaxtahækkanir Seðlabankans á morgun geri stöðu útflutningsatvinnugreina enn erfiðari en hún er þegar orðin. Sérfræðingar á markaði gera allir ráð fyrir að bankastjórn Seðlabankans hækki stýrivexti sína á morgun. Þá er fyrsti formlegi vaxtaákvörðunardagur bankans eftir að fyrirkomulagi vaxtaákvarðana var breytt í síðasta mánuði. Greiningardeildirnar spá allar vaxtahækkun. Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbanka spá tuttugu og fimm punkta hækkun en greiningardeild KB banka spáir tuttugu og fimm til fimmtíu punkta hækkun. Vextir Seðlabankans eru tíu og hálft prósent en gætu samkvæmt spánum hækkað í allt að ellefu prósent. Hátt gengi krónunnar hefur valdið útflutningsgreinum vandræðum og vaxtamunur hefur leitt til mikilla kaupa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsir miklum áhyggjum af vaxtahækkun á morgun vegna styrkingar krónunnar. Hann segist óttast áhrifin á útflutningsatvinnugreinar og einkum sjávarútveginn, helstu atvinnugrein landsbyggðarinnar. Hann segir merkilegt að á síðasta ári hafi verið selt svo mikið af skuldabréfum til útlanda að í raun sé krónan orðin helsta útflutningsvara Íslendinga. Kristján segir nauðsynlegt að gengi krónunnar lækki en óttast að frekari vaxtahækkun hafi þveröfug áhrif. Þannig geti skuldabréfakaup útlendinga aukist og gengið hækkað enn frekar. Þannig sé grafið undan sjávarútvegi og þar með landsbyggðinni enda sé sjávarútvegur helsta atvinnugrein landsbyggðarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Krónan er orðin helsta útflutningsvara Íslands, segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sem óttast að frekari vaxtahækkanir Seðlabankans á morgun geri stöðu útflutningsatvinnugreina enn erfiðari en hún er þegar orðin. Sérfræðingar á markaði gera allir ráð fyrir að bankastjórn Seðlabankans hækki stýrivexti sína á morgun. Þá er fyrsti formlegi vaxtaákvörðunardagur bankans eftir að fyrirkomulagi vaxtaákvarðana var breytt í síðasta mánuði. Greiningardeildirnar spá allar vaxtahækkun. Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbanka spá tuttugu og fimm punkta hækkun en greiningardeild KB banka spáir tuttugu og fimm til fimmtíu punkta hækkun. Vextir Seðlabankans eru tíu og hálft prósent en gætu samkvæmt spánum hækkað í allt að ellefu prósent. Hátt gengi krónunnar hefur valdið útflutningsgreinum vandræðum og vaxtamunur hefur leitt til mikilla kaupa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsir miklum áhyggjum af vaxtahækkun á morgun vegna styrkingar krónunnar. Hann segist óttast áhrifin á útflutningsatvinnugreinar og einkum sjávarútveginn, helstu atvinnugrein landsbyggðarinnar. Hann segir merkilegt að á síðasta ári hafi verið selt svo mikið af skuldabréfum til útlanda að í raun sé krónan orðin helsta útflutningsvara Íslendinga. Kristján segir nauðsynlegt að gengi krónunnar lækki en óttast að frekari vaxtahækkun hafi þveröfug áhrif. Þannig geti skuldabréfakaup útlendinga aukist og gengið hækkað enn frekar. Þannig sé grafið undan sjávarútvegi og þar með landsbyggðinni enda sé sjávarútvegur helsta atvinnugrein landsbyggðarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira