Innlent

Fimm vilja stöðuna

Fimm umsækjendur um embætti prests í Laugarnesprestakalli. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra auglýsti eftir umsækjendum í desember og er um hálft starf að ræða.

Umsækjendurnir eru: Aðalsteinn Þorvaldsson, guðfræðingur, Arndís Ósk Hauksdóttir, guðfræðingur, Sr. Bára Friðriksdóttir, Hildur Eir Bolladóttir, guðfræðingur og Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára en embættið verður veitt frá 1. mars næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×