Innlent

Geir fundaði með utanríkisráðherra Bretlands

MYND/Vísir

Utanríkisráðherra Bretlands telur ekkert knýja á um að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu. Á fundi með Geir Haarde í morgun lýsti hann jafnframt ánægju með aukin umsvif íslenskra fyrirtækja í Bretlandi.

Geir Haarde og Jack Straw komu víða við á fundinum, ræddu meðal annars um málefni Írans og Íraks, og miklar fjárfestingar Íslendinga í Bretlandi. Þá voru Evrópumál líka ofarlega á baugi og þar er Straw sammála afstöðu íslenskra stjórnvalda til Evrópusambandsins.

Utanríkisráðherra Bretlands hefur ekki farið varhluta af útrás íslenskra fyrirtækja og Geir Haarde segir hann ekkert nema gott hafa um það að segja að íslensk fyrirtæki hasli sér völl í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×