Meiri áhætta að fara ekki í stóriðjuuppbyggingu 27. janúar 2006 22:01 Mynd/Páll Bergmann Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir meiri áhættu tekna fyrir íslenskt efnahagslíf með því að fara ekki í stóriðjuuppbyggingu. Hann telur verkefnið vel viðráðanlegt út frá hagstjórn og að of mikið sé gert úr hættu sem því fylgi. Ný skoðanakönnun sýnir að 56 prósent þeirra sem afstöðu taka séu hlynnt frekari uppbyggingu áliðnaðar í landinu. Stóriðjumálin eru í bennidepli þessa dagana sem lýsir sér í því að yfir 300 manns mættu í dag til ráðstefnu sem Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir um gildi ál- og orkuframleiðslu á Íslandi. Að þessu sinni vöktuðu óeinkennisklæddir lögreglumenn og öryggisverðir frá einkafyrirtækjum fundarstaðinn en það var einmitt á álráðstefnu í þessu sama húsi í fyrrasumar sem grænni skyrblöndu var slett á fundarmenn. Menn töldu sig reyndar sjá þrjá af skyrslettumönnunum meðal fundarmanna í dag en hann var öllum opinn og allt fór fram með friði og spekt. Fulltrúi frá Gallup birti niðurstöður könnunar sem gerð var að beiðni Samtaka atvinnulífsins í nóvember þar sem almennt kemur fram jákvætt viðhorf landsmanna til ál- og orkufyrirtækja. Spurðir um viðhorf gagnvart frekari uppbyggingu áliðnaðar sögðust um 37 prósent vera ýmist andvíg eða mjög andvíg, 48 prósent hlynnt eða mjög hlynnt en um 15 prósent tóku ekki afstöðu. Ef þeim er sleppt var útkoman sú að um 44 prósent eru andvíg eða mjög andvíg en 56 prósent hlynnt eða mjög hlynnt frekari uppbyggingu áliðnaðar. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, var meðal frummælenda en hann fjallaði um stóriðjuuppbygggingu út frá hagstjórnarvanda. Sagði hann um frekari stóriðjuuppbyggingu vel viðráðanlega og að það væri að mörgu leyti of mikið gert úr þessari hættu. Það væri ekkert náttúrulögmál að efnahagurinn tæki einhvern kollhnís eins og oft hefur gerst áður. Þó taldi hann að vissulega gæti fylgt þessu áhætta en sagði meiri áhættu tekna með því að fara ekki í þessar fjárfestingar. Fréttir Innlent Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sjá meira
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir meiri áhættu tekna fyrir íslenskt efnahagslíf með því að fara ekki í stóriðjuuppbyggingu. Hann telur verkefnið vel viðráðanlegt út frá hagstjórn og að of mikið sé gert úr hættu sem því fylgi. Ný skoðanakönnun sýnir að 56 prósent þeirra sem afstöðu taka séu hlynnt frekari uppbyggingu áliðnaðar í landinu. Stóriðjumálin eru í bennidepli þessa dagana sem lýsir sér í því að yfir 300 manns mættu í dag til ráðstefnu sem Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir um gildi ál- og orkuframleiðslu á Íslandi. Að þessu sinni vöktuðu óeinkennisklæddir lögreglumenn og öryggisverðir frá einkafyrirtækjum fundarstaðinn en það var einmitt á álráðstefnu í þessu sama húsi í fyrrasumar sem grænni skyrblöndu var slett á fundarmenn. Menn töldu sig reyndar sjá þrjá af skyrslettumönnunum meðal fundarmanna í dag en hann var öllum opinn og allt fór fram með friði og spekt. Fulltrúi frá Gallup birti niðurstöður könnunar sem gerð var að beiðni Samtaka atvinnulífsins í nóvember þar sem almennt kemur fram jákvætt viðhorf landsmanna til ál- og orkufyrirtækja. Spurðir um viðhorf gagnvart frekari uppbyggingu áliðnaðar sögðust um 37 prósent vera ýmist andvíg eða mjög andvíg, 48 prósent hlynnt eða mjög hlynnt en um 15 prósent tóku ekki afstöðu. Ef þeim er sleppt var útkoman sú að um 44 prósent eru andvíg eða mjög andvíg en 56 prósent hlynnt eða mjög hlynnt frekari uppbyggingu áliðnaðar. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, var meðal frummælenda en hann fjallaði um stóriðjuuppbygggingu út frá hagstjórnarvanda. Sagði hann um frekari stóriðjuuppbyggingu vel viðráðanlega og að það væri að mörgu leyti of mikið gert úr þessari hættu. Það væri ekkert náttúrulögmál að efnahagurinn tæki einhvern kollhnís eins og oft hefur gerst áður. Þó taldi hann að vissulega gæti fylgt þessu áhætta en sagði meiri áhættu tekna með því að fara ekki í þessar fjárfestingar.
Fréttir Innlent Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sjá meira