Innlent

Matfiskur lítt mengaður

Fiski landað.
Fiski landað. MYND/GVA

Sá fiskur sem veiddur er hér við land og ætlaður er til manneldis inniheldur mjög lítið magn af díoxíni, díoxínlíkum PCB efnum, skordýraeitri og plöntueitri. Þetta kemur fram í niðurstöðum vöktunar Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins sem kynntar voru í dag.

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra fagnar niðurstöðunum og segir þær auðvelda sölu fiskjar erlendis þar sem hægt sé að sýna fram á hreinleika hans með rannsóknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×