Innlent

Samfylkingin rauf ekki friðinn í fjölmiðlamálum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í pontu á Alþingi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í pontu á Alþingi. MYND/Haraldur Jónasson

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála því að fimm þingmenn flokksins hafi rofið friðinn í fjölmiðlamálum á þingi í gær með frumvarpi þar sem ýmsar skyldur eru lagðar á dreifiveitur ljósvakaefnis. Hún segir tvo þingmenn Sjálfstæðisflokks frekar hafa rofið friðinn með frumvarpi um að einkavæða Ríkisútvarpið að hluta.

Samkvæmt frumvarpinu, sem Mörður Árnason og fjórir aðrir þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram, verður dreifiveitum ljósvakaefnis skylt að dreifa almannaútvarpi og verða við málefnalegri beiðni annars fjölmiðils um að dreifa efni þeirra. Fjölmiðlum verði einnig skylt að verða við ósk annarrar dreifiveitu vilji hún sjónvarpa eða útvarpa efni hans. Þingmennirnir segja þetta brýnt mál þar sem margt efni sé að læsast í hinum ýmsu dreifiveitum.

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslyndum, Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum og Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki furðuð sig á vinnubrögðum þingmannanna og sögðu þá leggja fram tillögu fjölmiðlanefndar Alþingis sem sínar eigin og að rjúfa friðinn í fjölmiðlamálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×