Innlent

Menntamálaráðherra segir Kjartan eiga skýlausan rétt á að sjá gögn um hleranir

Menntamálaráðherra felldi í dag úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi alþingismanns og Þjóðviljaritstjóra, um aðgang að gögnum um símahleranir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir telur að Kjartan eigi skýlausan rétt á að sjá gögnin og segir afar mikilvægt að allt sé uppi á borðum í umræðu um hleranir.

Kjartan Ólafsson sætti sig ekki við það að vera synjað um aðgang að gögnum um símhleranir, sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafði fengið, og kærði því málið til menntamálaráðherra. Ráðherra ákvað að taka málstað Kjartans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×