Innlent

Hjörleifur sýnir ljósmyndir sínar

Mynd/Teitur

Náttúra Íslands hefur verið myndefni Hjörleifs Guttormssonar náttúrufræðings í fjölda ára. Sýning í tilefni 70 ára afmælis hans var opnuð í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands í dag en allar myndirnar á sýningunni er teknar af Hjörleifi sjálfum. Alls eru 28 ljósmyndir á sýningunni en voru teknar ár árunum 1968 og til ársins 2003. Myndirnar eru frá öllum landshlutum og endurspegla fjölbreytileika íslenskrar náttúru. Ljósmyndirnar á sýningunni verða til sölu þegar sýningunni lýkur og mun allur hagnaður af sölunni renna til Lögverndarsjóðs náttúru og umhverfis sem hefur það hlutverk að styðja málaferli sem varðar almenna hagsmuni um verndar náttúru og umhverfis.

Ljósmyndasýningin stendur til 18 maí næstkomandi og er öllum opin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×