Fundu stóran landnámsskála að Hrísbrú 9. ágúst 2006 18:45 Fornleifafræðingar við uppgröft að Hrísbrú í Mosfellsdal hafa grafið niður á stóran landnámsskála þar sem hugsanlegt er að Egill Skallagrímsson hafi borið beinin. Stærð skálans og munir sem fundist hafa við uppgröftinn renna stoðum undir það að þar hafi búið höfðingjar á landnámsöld. Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir undanfarin sumur á Hrísbrú undir stjórn Jesses Byocks, prófessors í fornnorrænum fræðum við Kaliforníuháskóla. Þar hefur margt merkilegt fundist, þar á meðal kirkja sem stóð líklega í kringum árið þúsund auk fjölmargra grafa úr kristni og heiðni. Alls hafa þar fundist 26 beinagrindur. Þegar Jesse Byock og hópur hans hófu hins vegar að grafa á ný á staðnum fyrir skemmstu óraði þau ekki fyrir því hvað þau myndu finna. Í ljós kom skammt frá kirkjunni stærðarinnar landnámsskáli, svokallað langhús, og hefur hópurinn þegar grafið upp tuttugu og tveggja metra langan útvegg. Byock segir að skálinn liggi ofan á svokölluðu landnámslagi og það þýði að hann hafi verið byggður eftir árið 870. Í húsum frá þessum tíma sé landnámslagið alltaf inni í torfi svo húsið sé líklega frá tíundu öld. Vísindamennirnir telja að húsið hafi verið yfirgefið og aldrei byggt ofan á það þannig að húsið hefur legið ósnert í yfir þúsund ár. Þegar er búið að grafa niður á eldaskálann í húsinu en það er verkefni næstu ára að kanna hvort aðrir hlutar hússins hafi varðveist jafnvel. Í eldskálanum að Hrísbrú hefur fundist langbekkur og búið er að grafa frá honum niður á gólf. Þar hefur margt forvitnilegt komið í ljós sem vitnar um efnahag þeirra sem þar bjuggu. Phillip L. Walker, prófessor í beinafræði, sem vinnur að verkefninu segir að á milli bekkjarins og gólfsins hafi fundist perlur og hlutir úr járni og það gefi til kynna auðæfi að slíkt skuli hafa verið skilið eftir á gólfinu. Frá því er sagt í Egilssögu að Egill hafi í ellinni búið hjá fósturdóttur sinni Þórdísi og manni hennar Grími Svertingssyni að Mosfelli. Sá var lögsögumaður og þá væntanlega efnaður og því vakna þær spurningar hvort Egill hafi legið í eldskálanum í ellinni. Jesse Byock vill sem minnst segja um það en augljóst sé að húsið sé stórt miðað við þennan tíma en það geti því vel verið. Sem fyrr segir eiga vísindamennirnir mikið verk fyrir höndum að grafa upp meira af skálanum á Hrísbrú og verður það væntanlega verkefni næstu sumra. Í vetur bíður þeirra hins vegar það verkefni að vinna úr rannsóknum sumarsins. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Fornleifafræðingar við uppgröft að Hrísbrú í Mosfellsdal hafa grafið niður á stóran landnámsskála þar sem hugsanlegt er að Egill Skallagrímsson hafi borið beinin. Stærð skálans og munir sem fundist hafa við uppgröftinn renna stoðum undir það að þar hafi búið höfðingjar á landnámsöld. Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir undanfarin sumur á Hrísbrú undir stjórn Jesses Byocks, prófessors í fornnorrænum fræðum við Kaliforníuháskóla. Þar hefur margt merkilegt fundist, þar á meðal kirkja sem stóð líklega í kringum árið þúsund auk fjölmargra grafa úr kristni og heiðni. Alls hafa þar fundist 26 beinagrindur. Þegar Jesse Byock og hópur hans hófu hins vegar að grafa á ný á staðnum fyrir skemmstu óraði þau ekki fyrir því hvað þau myndu finna. Í ljós kom skammt frá kirkjunni stærðarinnar landnámsskáli, svokallað langhús, og hefur hópurinn þegar grafið upp tuttugu og tveggja metra langan útvegg. Byock segir að skálinn liggi ofan á svokölluðu landnámslagi og það þýði að hann hafi verið byggður eftir árið 870. Í húsum frá þessum tíma sé landnámslagið alltaf inni í torfi svo húsið sé líklega frá tíundu öld. Vísindamennirnir telja að húsið hafi verið yfirgefið og aldrei byggt ofan á það þannig að húsið hefur legið ósnert í yfir þúsund ár. Þegar er búið að grafa niður á eldaskálann í húsinu en það er verkefni næstu ára að kanna hvort aðrir hlutar hússins hafi varðveist jafnvel. Í eldskálanum að Hrísbrú hefur fundist langbekkur og búið er að grafa frá honum niður á gólf. Þar hefur margt forvitnilegt komið í ljós sem vitnar um efnahag þeirra sem þar bjuggu. Phillip L. Walker, prófessor í beinafræði, sem vinnur að verkefninu segir að á milli bekkjarins og gólfsins hafi fundist perlur og hlutir úr járni og það gefi til kynna auðæfi að slíkt skuli hafa verið skilið eftir á gólfinu. Frá því er sagt í Egilssögu að Egill hafi í ellinni búið hjá fósturdóttur sinni Þórdísi og manni hennar Grími Svertingssyni að Mosfelli. Sá var lögsögumaður og þá væntanlega efnaður og því vakna þær spurningar hvort Egill hafi legið í eldskálanum í ellinni. Jesse Byock vill sem minnst segja um það en augljóst sé að húsið sé stórt miðað við þennan tíma en það geti því vel verið. Sem fyrr segir eiga vísindamennirnir mikið verk fyrir höndum að grafa upp meira af skálanum á Hrísbrú og verður það væntanlega verkefni næstu sumra. Í vetur bíður þeirra hins vegar það verkefni að vinna úr rannsóknum sumarsins.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent