Innlent

Var að reykja um borð í flugvél

MYND/Teitur

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli var kölluð út að vél Icelandair við komuna frá Kaupmannahöfn um þrjú leytið í dag þar sem farþegi um borð hafði verið að reykja inn á klósetti vélarinnar. Slíkt er algjörlega bannað og liggja viðurlög við því. Lögreglan tók skýrslu vegna málsins en lögreglan segir að ekki sé um einstakt tilvik að ræða þar sem slík atvik eigi sér stað af og til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×