Innlent

Leggur til hækkun á gjöldum

Samkvæmt nýju frumvarpi fjármálaráðherra hækkar gjald fyrir að sækja um íslenskan ríkisborgararétt úr þrettán hundruð og fimmtíu krónum í tíu þúsund krónur. Þá þurfa landsmenn samkvæmt frumvarpinu að greiða sérstaklega fyrir að fletta Lögbirtingablaðinu á netinu.

Í rökstuðningi með frumvarpinu segir að mikil vinna fylgi því að veita ríkisborgararétt, umsóknir séu sendar bæði til lögreglustjóra og Útlendingastofnunar. Gjald fyrir slíkt sé ellefu þúsund í Danmörku og þrjátíu og átta þúsund í Finnlandi. Það verður tíu þúsund hér samkvæmt frumvarpinu og fimmþúsund að auki fyrir að tilkynna um ríkisborgararétt.

Þá er lagt til að rukkað verði sérstaklega fyrir umsóknir um dvalar og búsetuleyfi en það er nýmæli. Í rökstuðningi segir að umsóknum hafi fjölgað mjög mikið og þeim fylgi vinna og umstang. Gjaldið verður á bilinu eitt til áttaþúsund krónur.

 

Þá vill fjármálaráðherra að fólk greiði sérstakt gjald fyrir að biðja Mannanafnanefnd um að setja nýtt nafn á mannanafnaskrá. Þykir hæfilegt að það sé tvöþúsund krónur. Og ekki verður ókeypis að fletta Lögbirtingablaðinu á netinu. Svokölluð rafræn áskrift á að kosta fimmtán hundruð samkvæmt frumvarpinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×