Innlent

Djöfladýrkendur vilja stofna trúfélag á Íslandi

Tveir íslenskir satanistar eða djöfladýrkendur ætla að sækja um leyfi til að stofna satanískt trúfélag hér á landi. Í kirkju satans í New York, kunnasta musteri skrattans, eru íslendingar meðal safnaðarmeðlima. Fjallað verður um satanisma í Kompási í kvöld.

Íslensku satanistarnir segjast finna fyrir töluverðum áhuga á djöfladýrkun í samfélaginu. Þeir vilja þó hvorki koma fram í mynd eða undir eigin nöfnum í viðtali við Kompás, segja fjölskylduböndin aftra því. Þeirra helgasta rit er svört biblía, sem skrifuð var í kringum 1970.

Í þættinum er rætt við prest í kirkju satans í New York. Íslenskir prestar fordæma trúna.

Kompás er sýndur í opinni dagskrá, strax eftir fréttum á NFS, Stöð 2 og á VefTíví. Alla Kompás þættina má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×