Innlent

Stúlkur vantar í keppni þeirra fegurstu á Vestfjörðum

Margrét Magnúsdóttir var valin Ungfrú Vestfirðir síðast þegar var keppt um titilinn, árið 2004.
Margrét Magnúsdóttir var valin Ungfrú Vestfirðir síðast þegar var keppt um titilinn, árið 2004. MYND/Halldór Sveinbjörnsson

Óvíst er hvort hægt verði að halda Fegurðarsamkeppni Vestfjarða þar sem enn hefur ekki tekist að fá nógu margar stúlkur til þátttöku til að hægt sé að halda keppnina. Leit að stúlkum er því haldið áfram og óskað eftir tilnefningum.

Gróa Böðvarsdóttir, ein af aðstandendum keppninnar, segir í viðtali á vef Bæjarins besta að til að geta haldið keppnina þurfi að lágmarki sjö til átta keppendur en að það takmark hafi ekki náðst. Á vefnum kemur fram að keppnin er alla jafna haldin annað hvert ár. Síðast þegar hún var haldin tóku níu þátt og hafa aldrei verið fleiri. Þrjár stúlknanna tóku þátt í Ungfrú Ísland það árið og náðu tvær þeirra í hóp fimm fegurstu stúlkna landsins sem er besti árangur Vestfirðinga til þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×