Innlent

Löggan og Vegagerðin deila

Lögreglan á Akureyri og starfsmenn Vegagerðinnar deila um það í tölvupóstum manna á milli hvort rétt hafi verið af lögreglunni að tilkynna um hálku á Öxnadalsheiðinni í gær.

Málsatvik eru þau að lögreglan á Akureyri tilkynnti um hálku í Bakkaselsbrekku en lögreglumaður sem fór á staðinn sagði þar vera ísung og flughálku. Vegagerðin hefur gagnrýnt lögregluna fyrir að hafa ekki notað reglur og staðla hennar um færð á vegum og að þarna hafi ekki verið um flughálku að ræða heldur í mesta lagi hálku. Eins hefur Vegagerðin gert athugasemd við að lögregla tilkynni ekki Vegagerðinni um færð eða lokun vega vegna slysa heldur heyri starfsmenn Vegagerðarinnar oftast um það í útvarpi. Lögreglan á Akureyri vísar ásökunum Vegagerðarinnar á bug og segir lögregluna leggja sig fram um að tryggja öryggi sem flestra í umferðinni og að betra sé að koma skilaboðum sem allra fyrst til ökumanna fremur en að senda tilkynningu fyrst til Vegagerðarinnar sem þaðan fari til fjölmiðla og þurfa þá að taka ábyrgð á því sem kann að gerast á meðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×