Innlent

Lögreglumenn lifa þrettán árum skemur en aðrir landsmenn

Mynd/ Vilhelm Gunnarsson

Í samtali við Pál E. Winkel , framkvæmdastjóra Landssambands lögreglumanna segir hann að niðurstaða skýrslunnar hafi komið nokkuð á óvart en skýrslan var m.a gerð með úttekt sem tók til tæplega 300 látinna lögreglumanna. Í skýrslunni kemur fram að lögreglumenn búa við mikið álag og er það megin orsök þess að þeir deyi fyrr.

Afar algengt er að rannsókn mála varðandi hótanir eða ofbeldi gegn lögreglu dragist verulega. Eru þess dæmi að margir mánuðir eða ár líði frá því að skýrsla er rituð um mál uns frekari vinnsla fer fram. Að mati Landssambands Lögreglumanna ber að leggja mikla áherslu á að slík mál hljóti efnislega rannsókn eins fljótt og auðið er.

Af þeim fjölmörgu málum sem lögreglan kærir sjálf vegna líkamsárása eða hótanna í starfi eru aðeins fjögur til fimm prósent sem enda með dómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×