Innlent

Þorskseiðin stækka hraðar en vonir stóðu til

Þorskseiði, sem fiskeldi Brims hf. í Eyjafirði er að ala, stækka og þyngjast með meiri hraða en bjöttustu vonir stóðu til.

Þorskseiði, sem fiskeldi Brims hf. í Eyjafirði er að ala, stækka og þyngjast með meiri hraða en bjöttustu vonir stóðu til. Á heimasíðu Brims er greint frá því að seiði, sem voru 90 grömm um miðjan mars í fyrra, séu nú orðin 740 grömm og hafi þar með rúmlega sjöfaldað þyngd sína á tíu og hálfum mánuði. Þá eru þorskseiði, sem voru 130 grömm í fyrrasumar að nálgast tvö kíló. Nú er að ljúka slátrun á áframeldisþorski, eða smáþorski, sem sleppt var í kvíar til áframeldis. Fyrir ári var þessi þorskur að jafnaði eitt og hálft kíló en er nú rúm fjögur kíló.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×