Innlent

Karlarnir hvattir til að mæta í karlaþrek

Frá Þingeyri.
Frá Þingeyri. Mynd/GVA

Karlar á Þingeyri og í Ísafjarðarbæ eru nú hvattir til að taka upp heilbrigt líferni og skella sér í svokallað karlaþrek, sem Íþróttafélagið Höfrungur og íþróttamiðstöðin á Þingeyri bjóða upp á. Á fréttavefnum Bæjarins besta, segir að um sé að ræða lokaða æfingu fyrir karlmenn sem eru 20 ára og eldri, en æfingarnar eru þannig uppbygðar að hver og einn vinnur samkvæmt eigin getu. Formaður Höfrungs hvetur karlmenn í Ísafjarðarbæ til að kynna sér málið og vera með í átakinu á Þingeyri og jafnvel taka fjölskylduna með, sem getur farið í sund á meðan fjölskyldufeðurnir púla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×