Innlent

Kæran tekin fyrir í dag

Silvía Nótt. Þátttaka hennar hefur verið kærð.
Silvía Nótt. Þátttaka hennar hefur verið kærð. MYND/SK
Útvarpsráð fjallar um stjórnsýslukæru Kristjáns Hreinssonar í dag en hann kærði ákvörðun útvarpsstjóra um að breyta reglum forkeppninnar. Kristján telur að vísa hefði átt laginu Til hamingju Ísland í flutningi Silvíu Nóttar frá keppni eftir að ljóst var að því hafði verið dreift á netinu.

Silvía Nótt komst áfram í forkeppninni og samkvæmt því keppir hún ásamt fjórtán öðrum í úrslitakeppninni.

Gunnlaugur Sævar Gunnarsson, formaður Útvarpsráðs, staðfesti að málið yrði tekið fyrir í dag en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×