Innlent

Útgjöld hafa aukist vegna sameiningar

Viðskiptaþingi
Viðskiptaþingi MYND/Gunnar

Útgjöld ríkisins hafa aukist um 1,8 milljarða króna vegna sameiningar stofnanna. Hagræðing vegna sameingar hefur því verið enginn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Íslands.

Kannað var hversu mikill sparnaður hefur orðið af sameiningu stofnana. Athuguð voru framlög ríksins til stofananna útfrá fjárlögum til sameinaðar stofnanar annars vegar og hins vegar þau fjárframlög sem áður voru til stofnanna sem sameinaðar voru. Niðurstaðan var sú að allar þær stofnanir sem sameinaðar hafa verið frá árinu 1999 hafa aukið útgjöld hjá ríkinu.

Davíð Þorláksson, lögfræðilegur ráðgjafi hjá Viðskiptaráði Íslands, segir að vonandi hafi nú verkefni hjá stofnunum aukist en spurningin sé hvort að virkilega sé þörf á því að verkefnin aukist.

Sem dæmi má nefna að sameining Umferðarráðs og Skráningarstofu í Umferðarstofu jók rekstrarkostnað þessara stofnana um 48%. En sameiningarnar hafa samkvæmt skýrslunni aukið kostnað ríkisins um 1,8 milljarða króna.

Davíð segir að hér á landi séu eitt þúsund opinberar stofnanir og að það sé fullmikið fyrir litla þjóð eins og Ísland. Það vekji ugg að sameining valdi kostnaðarauka. Því leggi þeir frekar til að stofnanir séu lagðar niður í stað sameiningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×