Innlent

Fá ekki fæðingarstyrk

MYND/E.Ól.

Smávægileg orðalagsbreyting á lögum varð til þess að makar íslenskra námsmanna erlendis eiga ekki lengur rétt á fæðingarstyrk. Þetta hefur komið illa við námsmenn. Málið var rætt á Alþingi í dag, og þingmenn samfylkingarinnar spurðu félagsmálaráðherra hvort hann hyggðist breyta þessu.

Árni Magnússon svaraði því til að ráðuneytið hefði metið það svo að það ætti sér ekki stoð í lögum að halda áfram að greiða mökum námsmanna fæðingarstyrk, umfram maka annarra hópa. Hann sagði að málið yrði þó athugað. Katrín Júlíusdóttir er ekki sátt við þetta svar. Hún sagði ekki flókið mál og kallaði svör ráðherra "kerfiskarlaleg". Hún sagði málið réttlætismál og sagði að þangað til búið væri að leysa það í lögum ætti að veita skilyrðislausa undanþágu til þess að makar námsmanna erlendis sætu ekki uppi fjársveltir með lítið barn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×