Innlent

Fíkniefni á Ísafirði

MYNB/Gunnar V. Andrésson

Lögreglan á Ísafirði handtók rúmlega tvítugan karlmann um fjögurleytið í dag. Maðurinn var grunaður um að hafa svikið út vörur og ætlað að komast hjá greiðslu. Við leit í bíl mannsins fannst smáræði af kannabisefnum sem lagt var hald á. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin vegna ýmissa brota. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×