Innlent

Geir H. Haarde tjáir sig ekki um ummæli forsætisráðherra

MYND/Pjetur Sigurðsson

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi í dag ekkert segja um ummæli forsætisráðherra. Geir kvaðst ekki sjá ástæðu til að tjá sig í hvert sinn sem formaður samstarfsflokksins tjáði sig um Evrópusambandið. Skoðanamunur flokkanna væri þekktur.

Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins kysi að tjá sig ekki í dag stóð ekki á flokksbróður hans í ríkisstjórn, sjávarútvegsráðherranum, að ræða málið á Fréttavaktinni eftir hádegið. Hann sagði afdráttarlausa stefnu Sjálfstæðisflokksins að forðast aðild að Evrópusambandinu.

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði lítið mark takandi á afdráttarlausri stefnu Sjálfstæðisflokksins því að innganga Íslands í ESB myndi ráðast af þörfum atvinnulífsins. Hann sagði að viðræðuferlið þyrfti ekki að taka meira en ár þegar hafist væri handa. Ísland væri þegar aðili að EES og hefði mikla reynslu af samstarfi við ESB og því mætti ætla að aðildin væri frágengin að tveimur þriðju.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði ræðu utanríkisráðherra og sagði löngu tímabært að ráðherra í ríkisstjórn tæki eindregna afstöðu í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×