Innlent

Þagnarskylda er læknum dýrmæt

Landlæknir segir þagnaskyldu lækna mjög dýrmæta og ríkar ástæður þurfi til að frá henni sér vikið. Hann telur að skilin þurfi þó að vera skýr í sakamálum, því innflutning fíkniefna séu almannahagsmuni og þá eigi frekar að fórna minni hagsmunum en meiri.

Landlæknir segir læknaskyldu mjög dýrmæta fyrir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum en skiptar skoðanir eru á hvort víkja eigi frá henni þegar innflytjendur fíkniefna óska eftir aðstoð lækna við að losa sig við fíkniefni. Hann segir að það sé einkum í barnaverndar- og sóttvarnarmálum sem læknar víkja frá þagnaskyldunni, eins ef grunur leikur á refsiverðu athæfi sjúklings sem varði almannahagsmuni. Landlæknir segir fjölgun fíknefnamála mikið áhyggjuefni og mörgum læknum þætti líklega betra ef línurnar væri skýrari í tengslum við sakamál.

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að samkvæmt núverandi lögum um þagnaskyldu lækna í tengslum við sakamál, þá takist á persónulegt frelsi sjúklings og trúnaðarsamband hans við lækni annars vegar og almannahagsmunir hins vegar. Sveinn segir að verði þagnaskylda lækna í sakamálum aflétt, þá geti svo farið að burðardýr leiti sér ekki aðstoðar lækna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×