Innlent

Umhverfisráðherra stýrir fundi í Dubai

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra stjórnaði í dag ásamt umhverfisráðherra Jórdaníu fundi um orku- og umhverfismál á ársfundi Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Dubai.

 

Á fundinum voru ræddar aðgerðir til að bæta orkunýtingu og auka hlut endurnýjanlegrar orku í heiminum. Sigríður Anna sagði frá aukinni áherslu Íslands á jarðhitanýtingu, íslenskum þróunarverkefnum á sviði jarðhita og minnti á starfsemi Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×