Innlent

Woolworths í hendur Íslendinga?

Bresku blöðin The Guardian og The Times gera því í skóna að Baugur Group hugleiði nú að kaupa bresku verslanakeðjuna Woolworths. Einnig eru uppi getgátur um að bókabúðarisinn W.H.Smith sé að undirbúa tilboð í Woolworths.

The Guardian nefnir enn fremur að til þess að þessi kaup nái fram að ganga þyrfti Baugur að selja 14% hlut sinn í tískuvörukeðjunni French Connection. Talsmenn Baugs vildu ekki tjá sig um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×