Ísland í ESB fyrir 2015 8. febrúar 2006 14:11 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, spáir því að Ísland verði gengið í Evrópusambandið fyrir árið 2015. Þetta kom fram í ræðu hans á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem haldið er í dag. Þingið ber yfirskriftina "Ísland árið 2015". Halldór sagðist alltaf hafa undrast litla umræðu atvinnulífsins um Evrópumálin. Launþegar hafi, einhverra hluta vegna, staðið fyrir meiri umræðu. Augljóst sé að umræðu verður ekki frestað lengi, hvorki í atvinnulífinu né á vettvangi stjórnmálanna. Það eigi ef til vill við í þessu máli líkt og í flestum öðrum stórum málum að þótt vitað sé hvað verði þá sé það ekki líklegt til vinsælda. Óttinn við að rugga bátnum sé of mikill. Þegar ekkert kalli á skjóta niðurstöðu og vel gangi sé oft þægilegra að fresta málinu. Halldór sagði ekki hægt að líta fram til ársins 2015 án þess að velta fyrir sér hver sé besta leiðin til að tryggja stöðu Íslands í áframhaldandi alþjóðavæðingu. Íslendingar muni búa við meira viðskiptafrelsi og frjálsari fjárfestingastefnu. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs sé mikil áhersla lögð á alþjóðavæðinguna og þá möguleika sem hún skapi. Þar sé hins vegar ekkert að finna um það hvort ESS samningurinn sé nægilegur grundvöllur í þeirri sýn sem þar kemur fram. Stóra spurningin er hvort við verðum þá með sjálfstæða íslenska krónu eða hvort við verðum orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu. Íslendingar verði að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar séu vandamál og spurningar uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á frjálsum fjármálamarkaði. Halldór telur að það sem verði einkum ráðandi í umræðu um það á næstunni verði framtíð og stærð evrópskra myntbandalagsins. Ákvarðanir Dana, Svía og Breta um aðild hafa þar veruleg áhrif. Það séu hins vegar engar pólitískar forsendur fyrir því að Íslendingar ákveði að ganga í sambandið nú. Til þess sé umræðan ekki nægilega þroskuð. Forsenda þess að málið þroskist betur sé að atvinnulífið láti það til sín taka með mun virkari hætti. Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, spáir því að Ísland verði gengið í Evrópusambandið fyrir árið 2015. Þetta kom fram í ræðu hans á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem haldið er í dag. Þingið ber yfirskriftina "Ísland árið 2015". Halldór sagðist alltaf hafa undrast litla umræðu atvinnulífsins um Evrópumálin. Launþegar hafi, einhverra hluta vegna, staðið fyrir meiri umræðu. Augljóst sé að umræðu verður ekki frestað lengi, hvorki í atvinnulífinu né á vettvangi stjórnmálanna. Það eigi ef til vill við í þessu máli líkt og í flestum öðrum stórum málum að þótt vitað sé hvað verði þá sé það ekki líklegt til vinsælda. Óttinn við að rugga bátnum sé of mikill. Þegar ekkert kalli á skjóta niðurstöðu og vel gangi sé oft þægilegra að fresta málinu. Halldór sagði ekki hægt að líta fram til ársins 2015 án þess að velta fyrir sér hver sé besta leiðin til að tryggja stöðu Íslands í áframhaldandi alþjóðavæðingu. Íslendingar muni búa við meira viðskiptafrelsi og frjálsari fjárfestingastefnu. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs sé mikil áhersla lögð á alþjóðavæðinguna og þá möguleika sem hún skapi. Þar sé hins vegar ekkert að finna um það hvort ESS samningurinn sé nægilegur grundvöllur í þeirri sýn sem þar kemur fram. Stóra spurningin er hvort við verðum þá með sjálfstæða íslenska krónu eða hvort við verðum orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu. Íslendingar verði að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar séu vandamál og spurningar uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á frjálsum fjármálamarkaði. Halldór telur að það sem verði einkum ráðandi í umræðu um það á næstunni verði framtíð og stærð evrópskra myntbandalagsins. Ákvarðanir Dana, Svía og Breta um aðild hafa þar veruleg áhrif. Það séu hins vegar engar pólitískar forsendur fyrir því að Íslendingar ákveði að ganga í sambandið nú. Til þess sé umræðan ekki nægilega þroskuð. Forsenda þess að málið þroskist betur sé að atvinnulífið láti það til sín taka með mun virkari hætti.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira