Innlent

365-miðlar stöðva birtingu auglýsingar frá Stefáni Jóni

MYND/Róbert

365-miðlar hafa stöðvað birtingu á útvarpsauglýsingu frá Stefáni Jóni Hafstein, frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingar, á útvarpsstöðvum í eigu fyrirtækisins. Í auglýsingunni kemur fram að fólk geti spurt Stefán Jón í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu um málefni í tengslum við framboð hans. Útskýring auglýsingastjóra 365-miðla á ákvörðuninni er sú að auglýsingin færi hlustendur frá útvarpsstöðvum 365. Stefán Jón segir í yfirlýsingu að ákvörðunin sé í hæsta máta vafasöm, og reyndar svo óskiljanleg að telja verði víst að hún verði tekin til endurskoðunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×