Innlent

Minnsti loðnukvóti í meira en áratug

Mynd/Vilhelm

Loðnuvertíðin nú í vetur er öll með miklum ólíkindum eftir að loks fékst 150 þúsund tonna kvóti, sem er reyndar sá minnsti í meira en áratug. Engar loðnubræðslur eru í gangi nema hvað ein og ein er gangsett daga og dag til að bræða úrgang frá loðnufrystingunni. Ekkert kapp er í veiðunum því allir eru að spara knappa kvóta sína til frystingar, sem gefur meira af sér en bræðslan. Stærstu loðnuskipin eru hætt veiðum en frysta nú afla frá öðrum skipum, sem landa í þau úti á sjó, og taka svo sinn skammt síðar, svo dæmi séu tekin um óvenjulega vertíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×