Innlent

Silvía Nótt keppir í úrslitum

Útvarpsráð fundar. Lag Silvíu Nóttar verður áfram í undankeppninni fyrir Eurovision. Útvarpstjóri stendur hér gengt framkvæmdastjóra Sjónvarpsins. Útvarpsráð sést við upphaf fundar í gær í baksýn.
Útvarpsráð fundar. Lag Silvíu Nóttar verður áfram í undankeppninni fyrir Eurovision. Útvarpstjóri stendur hér gengt framkvæmdastjóra Sjónvarpsins. Útvarpsráð sést við upphaf fundar í gær í baksýn. MYND/Stefán
Útvarpsráð styður ákvörðun útvarpsstjóra, Páls Magnússonar, um að lag Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar, sem skemmtikrafturinn Silvía Nótt flytur, haldi áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, segir ákvörðun útvarpsstjóra endanlega og ráðið hafi enga lagaheimild til að grípa fram fyrir hendurnar á honum í málinu.

Útvarpsráð hefur skoðun á málinu. Þar er samhljóma tónn um að styðja útvarpstjóra, sagði Gunnlaugur eftir fund ráðsins í gær.

Kristján Hreinsson, sem samdi tvo texta laga sem keppa til úrslita í keppninni, lagði fram kæru til ráðsins eftir að lagið Til hamingju Ísland var sett á netið. Hefur hann sagt lögin í ójafnri stöðu þar sem aðstandendur lagsins fari ekki að reglum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×