Innlent

Ásdís Halla fær FKA-viðurkenningu

MYND/Pjetur

Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, fékk í dag afhenta FKA-viðurkenningu. Verðlaunin eru veitt fyrir athyglisvert framlag konu til atvinnulífsins á Íslandi.

Félag kvenna í atvinnurekstri veitti jafnframt þakkarviðurkenningu og hvatningarverðlaun í dag. Hvatningarverðlaunin hlaut Jón Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar en þakkarviðurkenningu hlaut Rakel Olsen, atvinnurekandi í Stykkishólmi. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherrra afhenti Ásdísi Höllu viðurkenninguna.

Markmið félagsins er meðal annars að sameina konur í atvinnurekstri og efla samtöðu þeirra og samstarf. Einnig að auka sýnileika og tækifæri kvenna í atvinnulífinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×