Innlent

Laun leikskólakennara að hækka?

Gert er ráð fyrir að laun leikskólakennara hækki um rúmlega tólf og hálft prósent og deildarstjóra á leikskólum um fjórtán komma þrjú prósent í tillögu sem lögð verður fyrir launanefnd sveitarfélaganna á laugardaginn. Miklar líkur eru taldar á að tillagan verði samþykkt.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að laun leikskólakennara hækki um átta launaþrep sem þýðir að laun þeirra lægst launuðu hækka um rúmar tuttugu þúsund krónur. Þar er einnig gert ráð fyrir því að laun deildarstjóra hækki um níu launaþrep sem jafngildir rúmlega tuttugu og sjöþusund króna hækkun. Björgu Bjarnadóttur, formanni félags leikskólakennara, líst vel á tillöguna og vonast til að öldurnar lægi með samþykkt hennar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×