Innlent

100 frá stofnun Verkamannafélagsins Dagsbrúnar

Verkamannafélagið Dagsbrún fundar í Austurbæjarbíó í mars 1988.
Verkamannafélagið Dagsbrún fundar í Austurbæjarbíó í mars 1988. MYND/Sveinn Þormóðsson

100 ár eru í dag liðin frá stofnun Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem leiddi réttindabaráttu verkafólks langt fram eftir síðustu öld.

Þegar Dagsbrún var stofnað, 26. janúar árið 1906 hafði verkafólk engin réttindi. Það mátti þakka fyrir ef það fékk yfirleitt vinnu, og lét nánast allt yfir sig ganga til þess að halda vinnunni. Það þurfti mikið hugrekki til þess að stofna verkalýðsfélag við slíkar aðstæður.

En það var gert og Dagsbrún háði marga hildina við vinnuveitendur. Leiðtogar félagsins urðu landsþekktir menn og náðu margir hverjir pólitískum frama, enda var réttindabaráttan stórpólitískt mál. Meðal þekktra forystumanna voru Eðvarð Sigurðsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Halldór Björnsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×