Innlent

Aldrei fleiri farþegar

Farþegaþota Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Farþegaþota Icelandair á Keflavíkurflugvelli. MYND/Teitur

Farþegar Icelandair hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári. Þeir voru rúmlega ein og hálf milljón talsins og fjölgaði um fimmtán prósent milli ára.

Farþegafjöldi Icelandair hefur nær þrefaldast á þrettán árum en árið 1993 ferðuðust fimm hundruð og fimmtíu þúsund manns með félaginu. Rúmlega fjögur þúsunda manns ferðuðust með félaginu daglega en flugvélar Icelandair fóru að meðaltali tuttugu og átta sinnum á loft á dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×