Innlent

Börnin á Sólhlíð halda upp á Ljósahátíð

Börnin á leikskólanum Sólhlíð í Engihlíð héldu sína árlegu Ljósahátíð í morgun. Krakkarnir voru að vonum spenntir enda ekki á hverjum degi sem þau mæta með vasaljós í leikskólann.

Ljósahátíðin á leikskólanum Sólhlíð er árlegur viðburður. Hátíðin var fyrst haldin í tengslum við Vetrarhátíð Reykjavíkur en þar sem daginn er nú tekinn að lengja á ný var ákveðið að færa hátíðina fram í janúar. Krakkarnir mættu með vasaljós í leikskólann en þau geta reynst einkar gagnleg í myrkrinu.

Leikskólanum hafði áskotnast stór stjörnuljós sem voru tendruð í tilefni dagsins og krakkarnir horfðu hugfangin á ljósadýrðina. Þó vissulega væri gaman að vera með vasaljós þá voru strákarnir sammála um að myndavél fréttamanns væri sérlega spennandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×