Innlent

Valgerður gefur ekki kost á sér

MYND/KK

Valgerður H. Bjarnadóttir bæjarstjórnarfulltrúi Vinstri-grænna á Akureyri hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í annað sætið á lista flokksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Valgerður sóttist eftir því að leiða listann.

Valgerður hefur verið eini fulltrúi Vinstri-grænna í bæjarstjórn Akureyrar á kjörtímabilinu. Hún á jafnframt sæti í bæjarráði. Valgerður sóttist eftir því að leiða lista Vinstri-grænna í komandi sveitastjórnarkosningum á Akureyri en Baldvin H. Sigurðsson sigraði hins vegar í forvalinu. Valgerður ætlar ekki að þiggja annað sætið. Hún segir að niðurstaða kjósenda hafi verið skýr og því telji hún rétt að þiggja ekki sætið. Hún segjist þó hissa á úrslitunum enda Baldvin óskrifað blað innan fylkingarinnar. Valgerður situr út kjörtímabilið en segir óvíst hvað við taki eftir það en telur þó að verkefnin muni ekki skorta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×