Innlent

Spassky til Íslands

Spassky og Fisher tefla í Júgóslavíu

Skákmeistarinn Boris Spassky, sem árið 1972, missti heimsmeistaratitilinn í hendur Bobby Fischers í Laugardalshöllinni, er væntanlegur hingað til lands í næstu viku. Að sögn Morgunblaðsins ætlar hann að taka þátt í hátíðarhöldum til heiðurs Friðriki Ólafssyni fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák. Ekki liggur fyrir hvort hann muni hitta Fischer í heimsókninni, en sem kunnugt er er Fischer orðinn íslenskur ríkisborgari og býr í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×