Innlent

Óvíst hvort hann geti útvegað fjármagn

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, segir ekki víst hvort hann geti útvegað fjármagn á fjárlögum næsta árs, þannig að hægt verði að leysa úr vanda eldri hjóna, sem ekki geta búið saman vegna veikinda annars þeirra.



Ráðherrann segir hlutfall fjármagns sem veitt er til uppbyggingar hafa aukist frá árinu tvö þúsund og tvö en sem kunnugt er var ákveðið að veita hluta sjóðsfjárins í rekstur stofnana fyrir aldraða þegar ríkissjóður stóð höllum fæti fyrir rúmum áratugi. Árið tvö þúsund og tvö fóru tæp fimmtíu og sjö prósent fjárins í rekstur en í ár er þetta hlutfall komið niður í tuttugu og þrjú prósent.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segir þetta hins vegar undarlegt í ljósi þess að nú er eitt mesta hagvaxtarskeið í sögu þjóðarinnar og því ætti að vera hægt að búa betur að öldruðum án þess að gengið sé á fé sem eyrnamerkt sé til uppbyggingar en ekki til rekstrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×