Innlent

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda eykst um 11% á 15 árum

MYND/GVA

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um ellefu prósent á árabilinu 1990-2004 samkvæmt nýjum tölum sem birtar eru á vef Hagstofunni. Aukninguna má fyrst og fremst rekja til aukins útstreymis koldíoxíðs en sú lofttegund er langþýðingarmest af þeim lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum.

Heildarútstreymi koldíoxíðs jókst um þriðjung á þessu tímabili og þá jókst útstreymi brennisteinsdíoxíðs um sjö prósent. Í báðum tilvikum hefur útstreymi frá iðnaðarferlum eins og stóriðju aukist mikið. Þá hefur orkunotkun Íslendinga aukist mikið síðustu tvo áratugi og er hún með því mesta sem þekkist. Hins vegar hafa Íslendingar sérstöðu í þessum málum því nýting endurnýjanlegra orkugjafa er mun meiri en víða annars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×