Auðveldur sigur Englendinga á Grikkjum

Englendingar lögðu Grikki auðveldlega 4-0 í vináttuleik þjóðanna á Old Trafford í Manchester í kvöld. Englendingar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik þegar þeir John Terry, Frank Lampard og Peter Crouch (2) skoruðu mörk liðsins gegn áhugalausum og slökum Evrópumeisturunum. Grikkir voru skömminni skárri í síðari hálfleik, en sigur enska liðsins var aldrei í hættu í fyrsta leik Steve McClaren í þjálfarastólnum.