Innlent

Mikil óvissa ríkir um starfssemi leikskóla í Kópavogi vegna uppsagna starfsfólks

Mikil óvissa ríkir um starfsemi leikskólanna í Kópavogi vegna uppsagna starfsfólks. Forráðamenn foreldrafélaganna í bænum funduðu í kvöld vegna málsins og segja kjarabætur nauðsynlegar til að halda starfsfólkinu í vinnu. Jóhanna Þorsteinsdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í bænum, segir launahækkun starfsfólksins ekki vera lausn á þeirri stöðu sem komin er upp.

Foreldrar í Kópavogi eru uggandi vegna fjöldauppsagna starfsmanna á leiksskólum í bænum. Um og yfir þrjátíu starfsmenn leiksskólanna hafa sagt upp störfum á leiksskólum Kópavogs í dag og í gær. Þorvaldur Daníelsson, talsmaður foreldrafélaga leikskóla í Kópavogi,  segir foreldra áhygjufulla vegna ástandsins enda sé augljóst að mannekla á leikskólum geti bitnað á börnunum og foreldrum þeirra. Hann mikilvægt að bæjarayfirvöld beiti sér í málinu svo ekki komi til uppsagnanna. Jóhanna Þorsteinsdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Kópavogi, lítur málið ekki sömu augum. Hún segir að vissulega sé málið alvarlegt en það sé ekki lausn mála að hækka laun þeirra sem hóti uppsögnum. Jóhanna segir að leikskólakennarar sem og ófaglærðir á leikskólunum sé fullkunnugt um kjör sín þegar þau hafi skrifað undir starfssamninga og því sé uppsagnirnar ekki réttmætar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×