Erlent

Saka Pfizer um að hafa notað börn sem tilraunadýr

Læknar í Nígeríu saka stærsta lyfjafyrirtæki heims, Pfizer, um að hafa fyrir tíu árum notað börn þar í landi sem tilraunadýr til að prófa ósamþykkt lyf án vitundar foreldra þeirra og án samþykkis stjórnvalda. Þetta kom fram í blaðinu Washington Post í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins var lyfið sem kallast Trovan prófað á yfir eitt hundrað börnum með sýkingu í heila en fimm börn eru sögð hafa látist eftir að hafa verið meðhöndluð með lyfinu. Stjórnendur Pfizer hafa ekki viljað tjá sig um málið en í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kemur fram að prófanir hafi verið gerðar í fullu samráði við stjórnvöld í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×