Innlent

Vildu gista í bílum sínum á Breiðdalsheiði

Fólkið vildi frekar gista í bílum sínum en að þiggja aðstoð björgunarsveitarmanna.
Fólkið vildi frekar gista í bílum sínum en að þiggja aðstoð björgunarsveitarmanna. MYND/Vísir
Björgunarsveitin Hérað var kölluð út fyrr í kvöld vegna tveggja bíla sem voru í vandræðum við Axarafleggjarann á Breiðdalsheiði. Björgunarsveitarmenn komu að bílnum um klukkan tíu. Báðir bílarnir voru á sumardekkjum en fljúgandi hálka var á svæðinu og allhvasst. Fólkið í bílunum, sem var erlent, neitaði allri aðstoð og kvaðst ætla gista í bílunum í nótt. Björgunarsveitin hélt því aftur heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×