Innlent

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bíða enn samnings

Mynd/Vilhelm

Engar niðurstöður liggja fyrir með endurnýjun kjarasamninga milli Launanefndar sveitafélaga og Landsambands slökkviðsmanna- og sjúkraflutningamanna að svo stöddu. Fulltrúar beggja aðila fóru yfir stöðu mála á fundi í dag og þá möguleika sem væru fyrir hendi, en kjarasamningur landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Launanefndar sveitafélaga rann út um áramótin. Vonir standa til að samningar verði endurnýjaðir sem fyrst en næsti fundur verður á fimmtudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×