Innlent

37 milljón króna viðbótartekjur fyrir ríkissjóð

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra.
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra. MYND/E.Ól.

Ríkissjóður ætlar að ná 37 milljóna króna viðbótartekjum með því að hækka gjald fyrir íslenskan ríkisborgararétt og með gjalddtöku á rafræna áskrift að Lögbirtingarblaðinu. Þetta upplýsti fjármálaráðherra við upphaf þingfundar á Alþingi í dag.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, mælti á föstudag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um aukatekjur ríkissjóðs en þar er gert ráð hækkunum á nokkrum liðum, mest fyrir að sækja um íslenskan ríkisborgararétt, en það er hækkað úr 1.350 krónum upp í 10.000 krónur. Ráðherrann var þá gagnrýndur fyrir að upplýsa ekki um tekjuáhrifin fyrir ríkissjóð en bætti úr við upphaf þingfundar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×