Innlent

Ætlar að berjast fyrir bættri stöðu sjálfstæðra skóla

MYND/Vísir

Talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum segist ætla að beita sér fyrir því að fleiri sjálfstætt starfandi skólum verði komið á fót í höfuðborginni. Þetta sjónarmið gengur þvert á málflutning R-listans undanfarin ár.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, var einn af gestum í Fréttaljósi í gær, þar sem rætt var um sjálfstætt starfandi skóla, eða einkarekna skóla, eins og þeir eru gjarnan kallaðir. Björgvin, sem er talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum sagði ekkert því til fyrirstöðu að sátt næðist um að auðvelda einkaaðilum að stofnsetja skóla á grunnskólastigi. Þetta sjónarmið stingur nokkuð í stúf við sjónarmið flokksfélaga hans innan R-listans sáluga, sem hafa talað fyrir því að slíkum skólum verði ekki fjölgað, þar sem tvöfalt kerfi á grunnskólastiginu sé óhagkvæmt. Björgvin segist þrátt fyrir það telja að nokkur hópur innan Samfylkingarinnar sé á sömu skoðun og hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×