Innlent

Ungir síbrotamenn dæmdir á Reykjanesi

Sautján og átján ára piltar voru í morgun dæmdir af héraðsdómi Reykjaness í þriggja og tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, íkveikjur og fíkniefnaeign.

Sá eldri var ákærður fyrir innbrot og þjófnað á þremur stöðum, íkveikju í Öldutúnsskóla og fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Að auki var hann dæmdur ásamt hinum fyrir tvö þjófnaðarmál og fyrir nytjastuld á bifreið sem þeir tóku í Garðabæ og skildu eftir í Mosfellsbæ. Bótakröfur tryggingafélaga á hendur tvímenningunum voru felldar niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×